miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hjarðeldi gæti verið arðbært

19. maí 2009 kl. 16:33

Hjarðeldi á þorski hér við land getur verið arðbært, þessi leið gæti jafnvel verið arðbærari en aðrar aðferðir við þorskeldi.

Þetta er niðurstaða Jóns E. Halldórssonar kaupfélagsstjóra á Hólmavík, en hann varði meistararitgerð sína við Háskólann á Akureyri, um hjarðeldi. Áður hafði hjarðeldi verið rannsakað í Arnarfirði.

Um er að ræða óvenjulega tegund fiskeldis en fiskurinn syndir frjáls í sjónum, hann er fóðraður, alinn og að lokum veiddur. Jón skoðaði arðsemi hjarðeldis og bar saman við áframeldi á villtum þorski í sjókvíum, aleldi á þorski þar sem seiði eru keypt frá seiðaeldisstöð og hefðbundnar veiðar með dragnót. Jón segir að hagkvæmnin felist í lægri kostnaði.

Skýrt er frá þessu á fréttavef RÚV.