miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

,,Hækka þarf sjómannaafsláttinn umtalsvert"

27. nóvember 2009 kl. 14:20

„Hækka þarf sjómannaafsláttinn umtalsvert eða breyta honum þannig að hann verði sambærilegur við skattfrjálsar dagpeningagreiðslur til ríkisstarfsmanna og annarra launþega," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þær hugmyndir stjórnvalda að fella afsláttinn niður á fjórum árum.

Friðrik segir að fengju sjómenn sambærileg kjör og þeir sem njóta nú skattfrjálsra dagpeninga hefði það í för með sér mun meiri skattaafslátt fyrir sjómenn en þeir njóta nú. „Það gefur auga leið að ef menn ætla að fella niður sjómannaafslátt þá hlýtur að vera grundvallaratriði að sjómenn fái sambærilegan skattaafslátt og aðrir launþegar sem njóta dagpeninga við störf fjarri heimilum sínum," segir Friðrik.