mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlutfall sýktrar síldar gæti verið 20-40%

2. desember 2008 kl. 16:50

Á fundi Hafrannsóknastofnunar með hagsmunaðilum í gær um sýkinguna í íslenska síldarstofninum kom m.a. fram að umfang sýkingarinnar virðist vera meira en talið var í fyrstu en fundist hefur sýkt síld allt frá Vestmannaeyjum og í Breiðafjörð.

Líklegt er að á því svæði sé langstærsti hluti veiðistofns síldarinnar.

Erfitt er að segja til um hversu hátt hlutfall síldar er sýkt en skýrslur frá vinnsluaðilum benda til að hún geti verið frá 20-40%.

Í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar er greint frá sníkjudýrinu sem sýkingunni veldur og sagt að það hafi fundist í mörgum tegundum sjávarfiska.

Sjá nánar HÉR.