mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlutur þorskafla á línu hefur aukist úr 11% í 36% síðan árið 1982

9. desember 2008 kl. 11:13

Fiskistofa hefur tekið saman töflu sem sýnir skiptingu þorskafla íslenskra skipa frá 1982 eftir veiðarfærum.

Það sem helst vekur athygli varðandi breytingar á veiðarfæraskiptingu þorskaflans er vaxandi vægi línu. Þannig hefur hlutfall línunnar í þorskafla vaxið úr 11% árið 1982 í tæplega 36% á síðastliðnu ári.

Hinsvegar hefur hlutur neta á sama tíma fallið úr þriðjungi í rúmlega 13% og botnvörpu úr 52% í 45%. Hlutdeild dragnótar í þorskafla hefur líka vaxið töluvert á þessu tímabili.

Hlutfall þorskaflans sem veiddur var á handfæri var 2,4% á árinu 2007 sem er sama hlutfall og var 1982. Vægi handfæra jókst verulega með uppgangi smábátaflotans og náði hámarki, tæpum 12% af þorskafla íslenskra skipa, á árinu 1997.

Þegar krókabátarnir fóru undir krókaaflamark þá minnkaði hlutur handfæranna á kostnað línu, en krókabátarnir hafa síðan þá nýtt í vaxandi mæli mun afkastameira veiðarfæri, sem er línan, til að veiða aflaheimildir sínar.

Sjá nánar töflu HÉR.