mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hnúfubakar merktir fyrir austan land

2. febrúar 2009 kl. 15:14

Í loðnurannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem nú stendur yfir hafa verið merktir tveir hnúfubakar fyrir austan land. Staðsetningarmerki hafa borist frá öðru dýrinu sem merkt var síðdegis 1. febrúar 2009 á Hvalbaksgrunni. Hægt er að fylgjast með ferðum hnúfubaksins og fleiri hvala sem kunna að verða merktir í leiðangrinum á vef stofnunarinnar. Sjá ferðir hvalsins HÉR

Sl. haust stóð Hafrannsóknastofnunin fyrir tilraunum til að merkja hvali með gervitunglasendum. Markmið verkefnisins er að kanna ferðir skíðishvala við landið og far þeirra frá íslenskum hafsvæðum á haustin.

Á tímabilinu 4. til 7. nóvember s.l. voru festir sendar á tvo hnúfubaka í Eyjafirði með sérútbúinni loftbyssu og var rannsóknabátur Hafrannsóknastofnunarinnar, Einar í Nesi notaður til verksins. Upplýsingar um ferðir hvalanna fengust fram í desemberbyrjun. Annað dýrið hélt sig að mestu í Eyjafirði en hinn hnúfubakurinn fór fljótlega vestur fyrir land og suður í Faxaflóa. Þar dvaldi dýrið á síldarslóðum í sunnanverðum flóanum og hélt þaðan suður fyrir Reykjanes.

Sjá nánar HÉR