fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hnúfubakur merktur í Eyjafirði kominn í Faxaflóa

6. nóvember 2009 kl. 14:51

Hafrannsóknastofnunin hefur á undanförnum árum staðið fyrir tilraunum til að merkja hvali með gervitunglasendum. Markmið verkefnisins er að kanna ferðir skíðishvala við landið og far þeirra frá íslenskum hafsvæðum á haustin.

Þann 21. október 2009 var hnúfubakur merktur í Eyjafirði. Hvalurinn hélt fljótlega norður í Íslandshaf og var staddur um 180 km norður af Skaga 26. október. Þaðan synti hnúfubakurinn til suðvesturs og eyddi 4 sólarhringum á litlu svæði um 100 km NV af Horni, en hélt svo að mynni Ísafjarðardjúps (2. nóvember). Síðan hefur hvalurinn synt suður með vesturströnd landsins, inn í Breiðafjörð og var að morgni 6. nóvember í norðanverðum Faxaflóa.

Hægt er að skoða ferðir þessa dýrs og annarra hvala sem merktir hafa verið á svipaðan hátt á vef Hafrannsóknastofnunar, HÉR