þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrefnuveiðimaður spyr hvort Steingrímur J. sé "hræddur við kerlingarnar í flokknum sínum?"

7. febrúar 2009 kl. 12:54

Fara í mál við ríkið ef leyfi til hvalveiða verður afturkallað

„Ef þetta verður afturkallað liggur beint við að við förum í mál við ríkið, það liggur á borðinu,“ segir Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði, aðspurður um hvaða afleiðingar það hefði, ef sjávarútvegsráðherra afturkallar leyfi til hvalveiða.

Þetta kemur fram á vef Bæjarins bestu en Konráð sótti opinn fund um hvalveiðar sem haldinn var í fyrrakvöld á Akranesi.

„Hann mætti þarna fullu húsi af fólki sem styður hvalveiðar. Hann hlýtur að hugsa sig um eftir þennan fund. Þetta er maður fólksins og lýðræðisins og 80% landsmanna vill hefja hvalveiðar. Hann hlýtur að taka tillit til þess,“ segir Konráð.

Konráð segir ráðherra hafa sagst vera hlynntur veiðunum.

„Ég átti mig ekki alveg á þessu. Ef hann er jafn hlynntur hvalveiðum eins og hann segir þá velti ég fyrir mér fyrir hvern hann er að tala. Er hann málpípa einhvers? Er hann hræddur við kerlingarnar í flokknum sínum? Hvað erum að vera? Ég skil það ekki. Hann hefur allar upplýsingar um að koma ferðamanna til Íslands hefur stóraukist. Ég myndi segja að ferðamönnum fjölgi of skart,“ segir Konráð.

Sjá nánar á vef Bæjarins bestu.