sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrefnuveiðimaður spyr hvort Steingrímur J. sé "hræddur við kerlingarnar í flokknum sínum?"

7. febrúar 2009 kl. 12:54

Fara í mál við ríkið ef leyfi til hvalveiða verður afturkallað

„Ef þetta verður afturkallað liggur beint við að við förum í mál við ríkið, það liggur á borðinu,“ segir Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði, aðspurður um hvaða afleiðingar það hefði, ef sjávarútvegsráðherra afturkallar leyfi til hvalveiða.

Þetta kemur fram á vef Bæjarins bestu en Konráð sótti opinn fund um hvalveiðar sem haldinn var í fyrrakvöld á Akranesi.

„Hann mætti þarna fullu húsi af fólki sem styður hvalveiðar. Hann hlýtur að hugsa sig um eftir þennan fund. Þetta er maður fólksins og lýðræðisins og 80% landsmanna vill hefja hvalveiðar. Hann hlýtur að taka tillit til þess,“ segir Konráð.

Konráð segir ráðherra hafa sagst vera hlynntur veiðunum.

„Ég átti mig ekki alveg á þessu. Ef hann er jafn hlynntur hvalveiðum eins og hann segir þá velti ég fyrir mér fyrir hvern hann er að tala. Er hann málpípa einhvers? Er hann hræddur við kerlingarnar í flokknum sínum? Hvað erum að vera? Ég skil það ekki. Hann hefur allar upplýsingar um að koma ferðamanna til Íslands hefur stóraukist. Ég myndi segja að ferðamönnum fjölgi of skart,“ segir Konráð.

Sjá nánar á vef Bæjarins bestu.