föstudagur, 22. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrefnuveiðimenn mótmæla tillögum um hvalaskoðunarsvæði

1. apríl 2009 kl. 16:35

,,Félag hrefnuveiðimanna mótmælir harðlega því fyrirkomulagi að úthluta ákveðnum svæðum undir hvalaskoðun og loka þar með algerlega á gömul veiðisvæði hrefnuveiðimanna. Hvalveiðar voru stundaðar við strendur Íslands löngu áður en ákveðið var að hefja hér hvalaskoðun,” segir í ályktun félagsins. 

Síðan segir: ,,Hrefnuveiðar og hvalaskoðun hafa farið fram hérlendis undanfarin ár. Ekki verður með neinu móti séð að það hafi á nokkurn hátt haft neikvæð áhrif á hvalaskoðun, hinsvegar hafa jákvæðu áhrifin verið þau að hvalaskoðun hefur aukist ár frá ári. Sú er einnig raunin í Noregi, þar sem hvalaskoðun hefur átt sér stað á hvalveiðisvæðum undanfarin 20 ár.

Hrefnuveiðimenn hafa líst sig reiðubúna til samvinnu við hvalaskoðunarfyrirtækin hérlendis svo ekki sé verið að stunda veiðar á sömu slóðum á sama tíma og hvalaskoðun fer fram. Slík samvinna hefur ekki hlotið hljómgrunn hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum, þvert á móti hefur ávallt verið leitast við, af þeirra hálfu, að deila um málið í fjölmiðlum.

Tillaga Hafrannsóknarstofnunnar gengur alltof langt í því að friða ákveðin svæði til hvalaskoðunar, m.a. svæði sem ekki eru nýtt undir hvalaskoðun s.s. Steingrímsfjörð. Þau griðlönd sem útbúin eru á helstu veiðisvæðum hrefnuveiðimanna í Faxaflóa og við Skjálfanda eru einnig út úr öllu korti, og hafna hrefnuveiðimenn alfarið þeirri nálgun.

Málflutningur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands dæmir sig sjálfur þegar þau halda því fram að Hafrannsóknarstofnun hafi frá upphafi verið málpípa hvalveiðimanna,” segir ályktun Félags hrefnuveiðimanna.