föstudagur, 26. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hrygningarganga þorsks frá Grænlandi?

7. mars 2008 kl. 08:38

Ákveðið hefur verið að senda rannsóknaskipið Árna Friðriksson til að athuga svæði djúpt vestur af landinu í framhaldi af þorskveiðum á Hampiðjutorginu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum, sérblaði Viðskiptablaðsins.

Þetta er gert í kjölfar þess að frystitogararnir Júlíus Geirmundsson ÍS og Guðmundur í Nesi RE, sem voru á grálúðuveiðum á Hampiðjutorginu, fengu góðan þorskafla þar í febrúar.

Þorskur veiðist alla jafna ekki á þessum slóðum. Skipstjórar togaranna telja að hér sé um hrygningargöngu þorsks frá Grænlandi að ræða en fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar segja að líklega sé þetta fiskur frá Íslandsströndum.

Árni Friðriksson mun fylgja djúpkantinum vestur af landinu og fara inn á Hampiðjutorgið og jafnvel yfir á Dohrnbanka, mitt á milli Íslands og Grænlands, en mikilvægt er að fá úr því skorið hvort þorskstofninum á Íslandsmiðum sé að berast ,,liðsauki“ frá Grænlandi.