föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvalveiðar: Einsýnt að Alþingi taki til sinna ráða

5. febrúar 2009 kl. 11:31

segir Einar K. Guðfinnsson fv. sjávarútvegsráðherra-

,,Ég trúi því ekki að nýr ráðherra, sem þar að auki situr í minnihlutastjórn, ákveði að stöðva hvalveiðar í blóra við vilja Alþingis. Ef hann gerir það hlýtur þingið að taka til sinna ráða. Einsýnt er að Alþingi mun þá eiga síðasta orðið,” segir Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í viðtali í nýjustu Fiskifréttum. 

,,Stjórnskipulega hafði ég fullt vald og umboð til þess að taka ákvörðun af þessu tagi. Ég hefði hins vegar ekki tekið hana nema ég hefði verið fullviss um það að á bak við hana væri vilji meirihluta Alþingis og svo er.

Nú þegar liggur fyrir yfirlýsing um stuðning Sjálfstæðisflokksins, Frjálslynda flokksins og Framsóknarflokksins auk þess sem einstakir þingmenn Samfylkingarinnar hafa kveðið upp úr um það að þeir vilji að þessi ákvörðun standi. Vilji Alþingis er því skýr í þessum efnum.

Auk þess vil ég nefna að á sínum tíma var samþykkt þingsályktun á Alþingi þar sem til þess var ætlast að hvalveiðar myndu hefjast hið fyrsta. Á bak við þá ályktun voru 37 atvæði en 7 á móti,” segir Einar.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgir Viðskiptablaðinu í dag.