föstudagur, 26. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hver er munurinn á hvölum og hreindýrum?

12. febrúar 2009 kl. 10:33

Að setja langreyði í öllum heimshöfum á válista yfir dýr í útrýmingarhættu er í grundvallaratriðum sambærilegt við að friða hreindýr á Íslandi vegna þess að hreindýrastofninn í Kanada væri illa á sig kominn. Þetta segir Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun í samtali í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Náttúruverndarsamtökin IUCN, sem eru stærstu regnhlífarsamtök heims á sviði umhverfisverndar og fjölmargar ríkisstjórnir, umhverfissamtök og einstaklingar eiga aðild að, halda úti válista þar sem flestir hvalir í heiminum eru meira og minna skilgreindir í útrýmingarhættu. Þetta er ekki hvað síst bagaleg hvað varðar flestar tegundir stórhvala sem finnast um öll heimsins höf í aðskildum stofnum sem eru í mjög mismunandi ástandi, að sögn Gísla. Þeirra á meðal er langreyðurin sem vísindamenn telja vera í góðu ástandi við Ísland og þoli því nokkrar veiðar.

Sjá nánar viðtal í nýjustu Fiskifréttum við Gísla Víkingsson og umfjöllun um sögu hvalveiða.