miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Í ágúst hefjast strandveiðar þriðjudag eftir verslunarmannahelgi

29. júlí 2009 kl. 10:15

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að strandveiðar í ágúst hefjist þriðjudaginn 4. ágúst og hefur hann gefið út sérstaka reglugerð í því skyni, en hana er að finna á ráðuneytisins.

Ástæðan fyrir þessu er sögð sú að verslunarmannahelgin falli til í byrjun ágúst og landsmenn, fjölskyldufólk og aðrir vilji vera í sumarleyfi. Jafnframt liggi fyrir að fiskmarkaðir og flestar fiskvinnslur verði lokaðar, þannig að gæði hráefnisins séu í húfi. Fram hafi komið að Landssamband smábátaeigenda styðji þessa ráðstöfun.