laugardagur, 23. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Iceland Seafood á Spáni og Icelandic Ibérica hefja samruna

22. febrúar 2019 kl. 09:50

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir.

Nýju sameinuðu félagi verður stýrt af Magnúsi B. Jónssyni, núverandi forstjóra Iceland Seafood Spain en Hjörleifur Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Ibérica, lætur af störfum eftir 23 ár í starfi.

Stjórn Iceland Seafood International (ISI) hefur ákveðið að hefja sameiningu á tveimur dótturfélögum sínum á Spáni,  Iceland Seafood Spain og Icelandic Ibérica. Félagið Icelandic Ibérica varð hluti af ISI samsteypunni í september á síðasta ári í kjölfar kaupa ISI á Solo Seafood sem þá var aðaleigandi Icelandic Ibérica.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Iceland Seafood International. Þar segir jafnframt:

Markmið samrunans er að styrkja enn frekar markaðsstöðu félagsins í Suður-Evrópu, þar sem fyrirtækin eru leiðandi í léttsöltuðum og söltuðum þorski.  Samanlögð velta félaganna tveggja er um 180 milljónir evra.

Þessi tvö fyrirtæki verða stærsta einstaka eining innan ISI samsteypunnar að samruna loknum. Félögin sem eru með starfsemi víðsvegar á Spáni og á Ítalíu en þau framleiða og selja undir vinsælum og þekktum vörumerkjum í Suður-Evrópu. 

Icelandic Ibérica var stofnað árið 1996 og er í dag stærsti söluaðili létt saltaðs þorsks frá Íslandi í Suður- Evrópu, sem er stærsta markaðssvæði íslenskra þorskafurða.

Iceland Seafood Spain var stofnað árið 1988 og byggir á áratuga reynslu af markaðssetningu á söltuðum þorskafurðum.

Nýju sameinuðu félagi verður stýrt af Magnúsi B. Jónssyni, núverandi forstjóra Iceland Seafood Spain en Hjörleifur Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Ibérica, lætur af störfum eftir 23 ár í starfi.

„Þessi breyting er rökrétt skref í þeirri framþróun sem við höfum verið í, í Suður Evrópu. Ég vil nota þetta tækifæri og óska Magnúsi B. Jónssyni til hamingju með nýtt starf en ég veit að hann mun ásamt sterku teymi á Spáni ná framúrskarandi árangri í að þróa áfram þessa nýju einingu. Ég hlakka mikið til að styðja við þetta verkefni og fylgjast með fyrirtækinu styrkjast enn frekar. Ég vil jafnframt koma á framfæri þökkum til Hjörleifs Ásgeirssonar, framkvæmdarstjóra Icelandic Ibérica.  Hjörleifur hefur verið hjá félaginu á Spáni frá stofnun en í dag er Icelandic Ibérica stærsta fyrirtæki í sölu á létt söltum þroski í suður Evrópu. Hann hefur á þessum tíma náð á einstakan hátt að byggja upp nýjan markað á þessu svæði og hverfur nú frá sterku fyrirtæki sem er leiðandi á sínu sviði.  ” Sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International við þetta tilefni.