mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ICES staðfestir að úthafskarfinn skiptist í tvo stofna

4. mars 2009 kl. 15:22

Fjölþjóðlegur vinnuhópur sérfræðinga á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthafskarfi í neðri lögum sjávar og úthafskarfi í efri lögum sjávar séu tveir líffræðilega aðgreindir stofnar og því beri að taka tillit til þess við stjórnun veiðanna úr þeim.

Þar með hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið tekið undir sjónarmið íslenskra vísindamanna sem haldið hafa þessu fram í mörg ár og stutt það með margvíslegum rannsóknum.

Evrópusambandið hefur hins vegar ekki viljað fallast á þessa tvískiptingu hingað til og talið að gefa ætti út kvóta eins og um einn stofn væri að ræða.

Veiðar úr neðri stofni úthafskarfans fara aðallega fram suðvestur af Íslandi en úr efri stofninum suðvestur af Grænlandi.

Nánar er fjallað um niðurstöðu vinnuhóps ICES á vef Hafrannsóknastofnar, HÉR