sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Ingunn AK með rúman milljarð króna í aflaverðmæti

9. desember 2008 kl. 21:32

Ingunn AK hefur nú lokið veiðum úr íslenska síldarstofninum á þessu ári.

Óhætt er að segja að árið hafi reynst áhöfninni og HB Granda gott því afli skipsins á árinu er samtals um 43.300 tonn og aflaverðmætið losar rúman einn milljarð króna.

Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda á heimasíðu fyrirtækisins, en að hans sögn var aflaverðmæti Ingunnar AK á árinu alls 1.050.000 milljónir króna.

Til samanburðar má nefna að í fyrra var afli skipsins 48.800 tonn og aflaverðmætið þá var 642 milljónir króna.

Af síldveiðunum er það helst að frétta að ekkert hefur fundist af ósýktri síld við landið og því hefur allur aflinn farið í bræðslu.

„Þegar í ljós kom að sýking var komin í síldina ákváðum við að hætta frystingu á aflanum. Við höfum vonast til að ósýkt síld fyndist en það hefur því miður ekki gerst og svo virðist sem að sýkingin nái til síldar allt í kringum landið,“ segir Vilhjálmur.

Lundey NS kom til Akraness með 1.550 tonna afla sem landað var sl. föstudag og er skipið nú á miðunum. Ingunn AK fór til Vopnafjarðar með tæplega 2.100 tonna afla sem landað var um helgina og þar er nú verið að landa fullfermi úr Faxa RE.

Að sögn Vilhjálms hófst leit að kolmunna í síðustu viku. Jón Kjartansson SU og Huginn VE fóru til kolmunnaleitar í vikunni en sú leit bar engan árangur og kom Jón Kjartansson SU til hafnar í morgun og Huginn VE er á landleið.