sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Innflutningi á Marine Diesel Oil til Íslands hætt

19. desember 2018 kl. 08:50

Loðnuflotinn að veiðum suðvestur af Látrabjargi. Mynd/Ólafur Óskar Stefánsson

Skeljungur og önnur íslensk fyrirtæki sem selt hafa MDO hingað til hætta þeirri sölu og bjóða þess í stað umhverfisvænni olíu.

Equinor - áður Statoil - sem hefur séð íslenska markaðnum fyrir Marine Diesel Oil (MDO) fram að þessu, hefur tekið þá ákvörðun að hætta frá og með næstu áramótum sölu á þeirri olíu. Equinor mun eingöngu bjóða upp á olíu sem kallast DMA og er með 0,1% brennisteinsinnihald í stað 0,25% í MDO.

Þessar upplýsingar koma fram í tilkynningu sem Skeljungur sendi frá sér.

Skeljungur mun því líkt og N1 og önnur íslensk fyrirtæki sem selt hafa MDO hingað til hætta þeirri sölu og bjóða þess í stað upp á umrædda umhverfisvænni olíu.

Fiskifréttir sögðu frá því í gær að N1 tilkynnti sérstaklega um þetta skref fyrirtækisins. Nú liggur hins vegar fyrir að MDO olía með 0,25% brennisteinsinnihaldi verður alfarið tekin af markaði hér á landi.

Í tilkynningu N1 kom jafnframt fram að í ársbyrjun 2020 tekur gildi ný reglugerð, IMO 2020, en í henni felst að verulega verði dregið úr brennisteinsinnihaldi á svartolíu.  Nú má hún mest vera 3,5% en frá og með 1. janúar 2020 má hún innihalda að hámarki 0,5% brennistein.

Með þessu skrefi sem nú er tekið er því ljóst að íslenski markaðurinn er að taka stærra skref en ný reglugerð Alþjóða siglingamálastofnunarinnar mun gera kröfu um.