sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísfélagið: 45.000 tonn af síld og makríl í sumar

10. september 2008 kl. 09:21

Veiðar skipa Ísfélags Vestmannaeyja úr norsk íslenska síldarstofninum hafa gengið vel á þessari vertíð og hafa skip fyrirtækisins alls komið með um 45.000 tonn af afla að landi á vertíðinni.

Makríllinn hefur reynst mikilvægur meðafli og er rúmlega þriðjungur af heildarafla vertíðarinnar.

Makríllinn hefur í fyrsta skipti í sögu Ísfélagsins verið nýttur til manneldis en áhöfnin á Guðmundi VE hefur náð góðum árangri í því að frysta hausskorinn og slógdreginn makríl.

Á heimasíðu Ísfélagsins kemur fram að reksturinn í Vestmannaeyjum hafi verið með rólegra móti í sumar, aðeins tvær landanir í fiskimjölsverksmiðjunni FES í júní og júlí en bolfiskvinnsla var í frystihúsinu fram að sumarfríi í lok júlí.

Bolfiskvinnsla í frystihúsinu er nú farin af stað aftur af fullum krafti og starfsmenn í FES eru í óða önn að undirbúa verksmiðjuna fyrir á komandi síldarvertíð.

Á Þórshöfn hefur aftur á móti verið vertíð frá því eftir sjómannadag og búið að framleiða rúmlega 8.000 tonn af mjöli og um 6.500 tonn af lýsi frá því í byrjun maí. Kúffiskvinnsla hefur verið í gangi síðan í vetur/vor.