fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísfélagið hagnaðist um 1,3 milljarða

12. október 2016 kl. 14:43

Vestmannaeyjar. (Mynd: HAG)

Hagnaðurinn minnkaði um rúman helming milli ára.

Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 11,4 milljónir dollara, jafnvirði 1.300 milljóna íslenskra króna, á árinu 2015. Hagnaðurinn dróst saman um 13 milljónir dollara, 1.500 milljónir króna, milli ára.

Þetta kemur fram á visir.is. 

EBITDA-framlegð var 27,6 prósent árið 2015, samanborið við 24,7 prósent árið áður. Í árslok námu eignir félagsins 288,9 milljónum dollara, jafnvirði 33 milljarða íslenskra króna, samanborið við 271 milljón dollara í árslok 2014. Bókfært eigið fé í árslok var tæplega 130 milljónir dollara, jafnvirði 14,9 milljarða króna og eiginfjárhlutfall félagsins 45 prósent. 

Í árslok 2015 voru hluthafar í félaginu 135 en voru 137 í ársbyrjun. ÍV fjárfestingarfélag á um 89 prósent útistandandi hlutafjár og er eini hluthafi félagsins sem á yfir 10 prósent hlut.