sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísland knúið til einhliða ákvörðunar um makrílkvóta

28. október 2009 kl. 10:14

Þar sem önnur makrílveiðiríki þverskallast við að viðurkenna Ísland sem strandríki við nýtingu makrílstofnsins neyðast Íslendingar til þess að ákveða einhliða makrílkvóta sinn á næsta ári. Við þá ákvörðun verður tekið tillit til veiðanna undanfarin ár og vaxandi útbreiðslu makríls í íslenskri lögsögu.

Þetta kemur fram í eftirfarandi fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu í dag:

,,Íslensk stjórnvöld hafa árum saman, án árangurs, leitað eftir því að taka þátt í heildarstjórnun makrílveiða ásamt Evrópusambandinu, Noregi og Færeyjum, þ.e. ákvörðun um leyfilegan heildarafla og skiptingu hans. Hinir aðilarnir þrír hafa hafnað að viðurkenna stöðu Íslands sem strandríkis að því er makríl varðar og gefið upp sem ástæðu að lítinn sem engan makríl sé að finna í íslenskri lögsögu.

Af þessum sökum hafa íslensk stjórnvöld þurft að taka einhliða ákvörðun um árlegan afla Íslands. Þrátt fyrir stóraukna makrílgengd í íslensku lögsöguna og að íslensk skip hafi veitt 112 þúsund tonn af makríl í fyrra og svipað magn í ár, hefur það engu breytt um afstöðu Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja. Þau þverskallast við að viðurkenna Ísland sem strandríki, halda nú vikulangan fund um stjórn makrílveiða fyrir árið 2010 í Cork á Írlandi og hafa aðeins boðið Íslandi að sitja lokadag fundarins.

 Með þessu er augljóst að aðilarnir þrír hafna þeirri ósk Íslands að taka þátt í heildarstjórnun makrílveiðanna á næsta ári, sem við eigum fullan rétt á samkvæmt hafréttarsamningnum og úthafsveiðisamningnum. Með þessum aðgerðum eru íslensk stjórnvöld  knúin til að taka enn á ný einhliða ákvörðun um aflahámark fyrir næsta ár.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, tiltekur að þá verði augljóslega litið til veiðanna undanfarin ár og jafnframt til vaxandi útbreiðslu makríls innan íslensku efnahagslögsögunnar,” segir í frétt sjávarútvegsráðuneytisins.