sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslandsbleikja: 600 þús. laxaseiði flutt til Noregs

24. júní 2008 kl. 09:51

Um 330 þúsund laxaseiðum var í gær dælt úr landi frá Íslandsbleikju ehf í Grindavík út í sérstakt tankskip sem lá fyrir utan Stað.

Skipakomur eru ekki algengar á þessum slóðum og því vakti skipið mikla athygli vegfarenda. Samanlagt var hátt í 600 þúsund laxaseiðum dælt út í skipið frá starfstöðum Íslandsbleikju í Grindavík og Núpum í Ölfusi.

Skipið er nú á leið með farminn til norður Noregs þar sem laxinn er alinn upp í 5 kíló. Um er að ræða 200 rúmmetra tankskip, sérhannað fyrir flutninga af þessu tagi en því var hleypt af stokkunum fyrir um hálfu ári. Ekki er von á því aftur til Grindavíkur fyrr en á sama tíma að ári.

Þess má geta að Íslandsbleikja, sem er í eigu Samherja, er stærsti framleiðandi bleikju í heimi. Íslandsbleikja sérhæfir sig í framleiðslu á bleikju, allt frá hrognum til fullunninna flaka, og er félagið með starfsstöðvar á Stað í Grindavík, Vatnsleysu á Reykjanesi og Öxnalæk í Ölfusi auk fullkominnar vinnslu fyrir bleikjuafurðir í Grindavík.

Framleiðslugeta er 3.000 tonn af bleikju í 50.000 rúmmetra eldisrými.