fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslendingar í sjávarútvegi í Marokkó með 800 manns í vinnu

18. desember 2008 kl. 15:10

Íslendingar standa fyrir umfangsmiklum veiðum og vinnslu í Marokkó. Þrjú til fjögur nótaskip veiða sardínu og makríl sem unninn eru í frystihúsum í landi. Hátt í 800 manns starfa hjá fyrirtækinu.

Sæblóm ehf. stendur að þessum rekstri, sem hófst fyrir tveimur árum, en í vor eignaðist Björgvin Ólafsson skipasali meirihlutann í félaginu á móti fyrri eigendum sem tengdust Nýsi hf.

Sem stendur eru þrjú skip á veiðum, Quo Vadis (gamli Örn KE), Carpe Diem (áður Álsey VE og þar áður Bergur VE) og Que Sera Sera sem keypt var frá Skotlandi. Auk þess er verið að semja um kaup á fjórða skipinu í Svíþjóð.

Fyrirtækið er með 80 þúsund tonna kvóta í sardínu og makríl og er aflinn unninn í fjórum frystihúsum í landi auk þess sem nokkur hluti hans er seldur ferskur á heimamarkaði.

Stefnt er að því að framleiða um 3.000 tonn af afurðum á mánuði og að ársveltan verði 30-40 milljónir dollara (3,5-4,6 milljarða ísl. kr.).

Fjallað er ítarlega um starfsemina í máli og myndum í jólablaði Fiskifrétta sem fylgir Viðskiptablaðinu í dag.