miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslendingum býðst að leigja 1.763 kvótatonn í rússneskri lögsögu

18. desember 2008 kl. 15:47

Á grundvelli sjávarútvegssamnings Íslands og Rússlands verður íslenskum skipum heimilt að veiða 2.937 tonn af þorski auk meðafla á næsta ári.

Samkvæmt samningnum stendur Íslendingum jafnframt til boða að leigja 1.763 kvótatonn af þorski í rússneskri lögsögu í Barentshafi, ef um semst.

Þetta kom fram á fundi fulltrúa landanna sem fram fór í Reykjavík 16.-17. desember sl. en þar skiptust menn á skoðunum um framkvæmd Smugusamningsins svonefnda sem gerður var árið 1999. Þess má geta að Íslendingar hafa í ár og í fyrra leigt þorskkvóta í rússneskri lögsögu samkvæmt samningnum.

Fjallað var um og farið yfir fjölþætt samstarf ríkjanna á sviði sjávarútvegs svo sem við veiðieftirlit, hafrannsóknir og stjórn veiða úr sameiginlegum stofnum í Norður-Atlantshafi m.a. á karfa, kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld. Var samhljómur um mikilvægi þess að á næstu misserum yrði unnið markvisst að samkomulagi um stjórnun karfaveiða á Reykjaneshrygg, segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu.

 Þá lýstu fulltrúar landanna ánægju sinni yfir að samkomulag væri um stjórn veiða á norsk-íslenskri síld fyrir árið 2009 sem og fyrir kolmunna og lögðu áherslu á mikilvægi ábyrgrar stjórnunar veiða úr sameiginlegum stofnum.

Jafnframt var fjallað um viðskipti með kvóta sem íslenskar útgerðir hafa rétt á að leigja samkvæmt samningnum