sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslendingur aflahæsti smábátaskipstjóri í Noregi

15. október 2009 kl. 15:15

Helgi Sigvaldason, Íslendingur með norskan ríkisborgararétt, var aflahæsti smábátaskipstjórinn í Noregi á síðasta ári. Hann notar ,,íslensku leiðina”, er á beitningarvélabáti, Saga K, og eltir fiskinn milli útgerðarsvæða, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Helgi hefur búið í Noregi í nokkur ár og stundað sjóinn þar og unnið í landi við fiskeldi. Hann fékk fjárfesta í lið með sér og þeir létu smíða fyrir sig bátinn Saga K hjá Trefjum í Hafnarfirði. Saga K er beitningarvélabátur með 13 þúsund krókum. Helgi sagði að í sjálfu sér væri það ekki stórmál að hefja útgerð á smábáti í Noregi. Þeir keyptu sig inn í kerfið með því að fjárfesta í 35 tonna þorskkvóta en veiðar smábáta á flestum öðrum tegundum eru frjálsar, svo sem veiðar á ýsu, steinbít, löngu og keilu.

Þeir félagar fengu bátinn í apríl á síðasta ári. Helgi sagði að í fyrstu hefðu þeir þurft að glíma við ýmsa barnasjúkdóma en þeir hefðu þó náð góðum sex mánuðum á síðasta ári við veiðarnar. Þeir veiddu alls 402 tonn á árinu 2008 og urðu aflahæstir í Noregi í flokki smábáta innan við 11 metra að lengd. Afli Saga K var aðallega ýsa og vakti árangur bátsins athygli í Noregi. Á vef norska blaðsins Fiskeribladet/Fiskaren mátti lesa fyrirsögnina: Her er Norges nye “hysekonge” sem útleggst: Hér er nýr ,,ýsukóngur” Noregs. Í fréttinni segir að árangur Saga K sé vægast sagt athyglisverður. Báturinn hafi veitt nærri 100 tonnum meira af ýsu en næsti bátur í sama stærðarflokki.

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Helga Sigvaldason í Fiskifréttum.