miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenska ríkið bundið af hvalveiðireglugerð fyrri ráðherra

18. febrúar 2009 kl. 16:38

Afmörkuð verða svæði til hvalaskoðunar

Það er álit Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns að núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi ekki verið fært að fella úr gildi eða afturkalla þá grundvallarákvörðun sem falist hafi í reglugerð forvera hans í embætti um hvalveiðar.

Hins vegar sé ráðherra heimilt að breyta reglugerðinni og gera með því ýmsar efnisbreytingar á þeim reglum sem um veiðarnar gildi. Þetta eigi til dæmis við um veiðiheimildir, veiðitíma og veiðisvæði. Ennfremur um reglur sem unnt er að setja á grundvelli hvalveiðilaganna til að gæta hagsmuna annarra aðila og til þess að draga sem mest úr ónæði sem hvalveiðar og vinnsla kunna að valda öðrum.

Sjávarútvegsráðherra leitaði til Ástráðs til þess að meta lagalega hlið þessa máls.

Ákvörðun um hvalveiðar stendur sem sagt óbreytt fyrir yfirstandandi ár. Á hinn bóginn eru tekin af öll tvímæli um að hvalveiðimenn geti ekki gengið að því sem vísu að ákvörðun fv. ráðherra standi hvað varðar veiðar næstu fjögur ár. Boðuð er endurskoðun á grundvelli hvalveiðanna sem ljúka eigi fyrir upphaf vertíðar 2010, einnig að hvalveiðilögin frá 1949 verði endurskoðuð og að afmörkuð verði svæði til hvalaskoðunar

Sjá fréttatilkynningu ráðuneytisins í heild HÉR