föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenska síldin: Aðeins helmingur af mælingu fyrra árs

14. febrúar 2009 kl. 09:30

Í nýlegum rannsóknaleiðangri á íslensku sumargotssíldinni mældist veiðistofninn aðeins helmingur af því sem hann mældist fyrir um það bil ári síðan, eða aðeins um 350 þúsund tonn. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.

Ekki liggur fyrir hvort skýring á minni mælingu nú sé vegna þess að síldin hafi drepist af sýkingu sem kom upp í haust eða hvort hún haldi sig annars staðar en í Breiðafirði, þar sem hægt hefur verið að ganga að henni undanfarin ár.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.