föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jan-sept: Aflaverðmæti jókst um 11% milli ára

17. desember 2008 kl. 09:15

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 70 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2008 samanborið við 62,8 milljarða á sama tímabili árið 2007, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Aflaverðmæti hefur aukist um 7,2 milljarða eða liðlega 11% á milli ára. Aflaverðmæti í september nam 6,7 milljörðum miðað við 4,4 milljarða í september 2007.

Aflaverðmæti botnfisks janúar til september 2008 nam 49 milljörðum og jókst um 5% miðað við sama tímabili árið 2007.

Verðmæti þorskafla var 23 milljarðar og jókst um rúmlega 1% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 11,5 milljörðum, jókst um tæp 10% og verðmæti karfaaflans nam tæpum 5 milljörðum sem er sambærilegt við sama tímabil árið 2007.

Verðmæti ufsaaflans jókst umtalsvert, nam 4,4 milljörðum sem er 42% aukning miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2007. Verðmæti flatfiskafla janúar til september nam 4,5 milljarði og jókst um 28% frá fyrra ári.

Aflaverðmæti uppsjávarafla nam 15,2 milljörðum sem er 31% aukning miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2007. Verðmæti síldaraflans janúar til september nam rúmum 6 milljörðum sem er 121% aukning frá sama tímabili árið 2007. Verðmæti makríls jókst einnig mikið á milli ára, nam 4,6 milljörðum samanborið við 1,6 milljarð fyrstu níu mánuði ársins 2007.

Sjá nánar HÉR.