mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jón Kjartansson SU að leggja upp í kolmunnaleit

4. desember 2008 kl. 11:44

Kolmunni hefur ekki veiðst að heitið geti síðan í sumar og eru ennþá óveidd um 68 þús. tonn af 232 þús. tonna kvóta Íslendinga.

Jón Kjartansson SU frá Eskifirði er þessa stundina að halda í kolmunnaleit til þess að gera lokatilraun til þess að ná viðbótarafla.

„Skipið mun fyrst reyna að finna kolmunnann í köntunum hér fyrir austan landið en annars leitar það fyrir sér í færeysku lögsögunni. Okkur er kunnugt um að rússnesk skip eru í færeysku lögsögunni en hvort þau eru að fá einhvern kolmunna eða þá hversu mikinn vitum við ekki. Þeir gera sér oft að góðu minni afla en við getum leyft okkur að hanga yfir,” sagði Haukur Björnsson framkvæmdastjóri Eskju í samtali við Fiskifréttir.