sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Jón Kjartansson SU að leggja upp í kolmunnaleit

4. desember 2008 kl. 11:44

Kolmunni hefur ekki veiðst að heitið geti síðan í sumar og eru ennþá óveidd um 68 þús. tonn af 232 þús. tonna kvóta Íslendinga.

Jón Kjartansson SU frá Eskifirði er þessa stundina að halda í kolmunnaleit til þess að gera lokatilraun til þess að ná viðbótarafla.

„Skipið mun fyrst reyna að finna kolmunnann í köntunum hér fyrir austan landið en annars leitar það fyrir sér í færeysku lögsögunni. Okkur er kunnugt um að rússnesk skip eru í færeysku lögsögunni en hvort þau eru að fá einhvern kolmunna eða þá hversu mikinn vitum við ekki. Þeir gera sér oft að góðu minni afla en við getum leyft okkur að hanga yfir,” sagði Haukur Björnsson framkvæmdastjóri Eskju í samtali við Fiskifréttir.