miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kap á síldveiðum inni í Vestmannaeyjahöfn

19. mars 2009 kl. 12:27

Í gær var fjölveiðiskipið Kap VE við veiðar á síld  inni í Vestmannaeyjahöfn en  hefur höfnin hingað til ekki verið þekkt fyrir fengsæl fiskimið nema þá helst vegna bryggjuveiða á marhnútum og ufsatittum. 

Síðustu vikurnar hefur höfnin verið full af síld og höfðu yfirmenn hennar áhyggjur af ástandinu þegar síldin myndi drepast, að því er fram kemur á vefnum eyjar.net. Brugðið var á það ráð að láta Kap VE kasta inni við Básaskersbryggju. Báturinn fékk um 600 tonn í gær og fór aflinn í bræðslu.