sunnudagur, 21. október 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolmunnaveiðar vottaðar til fimm ára

12. janúar 2018 kl. 10:32

Kolmunnaveiðar. MYND/HLYNUR ÁRSÆLSSON

Vottunarferli á kolmunnaveiðum við Ísland er lokið og hljóta veiðarnar nú vottun frá Marine Stewardship Council til næstu fimm ára.

Marine Stewardship Council sendi í gær frá sér tilkynningu um þetta. Þar segir að ákvörðun um vottun hafi verið tekin 7. nóvember. Frestur til andmæla sé nú liðinn og þar með ekkert því til fyrirstöðu að gefa út vottunarskírteini fyrir kolmunnaveiðar.

Þar með hafa veiðar á fimmtán fisktegundum á Íslandsmiðum hlotið MSC-vottun. Fyrir hafa vottanir samkvæmt MSC-staðlinum verið gefnar út fyrir veiðar á þorski, ýsu, gullkarfa, ufsa, löngu, grásleppu, síld, loðnu, steinbít, kola, blálöngu, keilu, makríl og grálúðu.