sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolmunni tekur við af loðnunni

28. mars 2008 kl. 10:03

Um miðja vikuna voru sjö íslensk skip að kolmunnaveiðum á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Íslensku skipin héldu þangað um og eftir miðjan mars þegar loðnuvertíðinni hér heima lauk. Fleiri skip eru væntanleg á miðin.   Veiðin var góð fyrstu dagana en eitthvað hafði dregið úr henni, að því er Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Eskju, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Skip Eskju, Jón Kjartansson SU og Aðalsteinn Jónsson SU eru á kolmunnaveiðum. Áhersla er lögð á að frysta kolmunnann um borð í Aðalsteini.

,,Veiðarnar eru svipaðar og á sama tíma í fyrra og hér er um þokkalegan kolmunna að ræða. Verð á frystum kolmunna hefur hækkað en markaðurinn er viðkvæmur og hann þolir ekki mikið framboð,“ sagði Haukur.

Í janúar og byrjun febrúar veiddu íslensk skip tæp 19 þúsund tonn af kolmunna syðst í færeysku lögsögunni áður en loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru.