föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krafa um uppgefið lágmarksverð á gámafiski umdeild

9. desember 2008 kl. 13:09

„Niðurstaða meirihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis varð sú að þetta ákvæði ætti rétt á sér þannig að ég á ekki von á að því verði breytt á þinginu,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Bæjarins bestu aðspurður hvort ákvæði í frumvarpi sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, sem ætlað er að bæta aðgengi fiskkaupenda að afla sem fyrirhugað er að flytja úr landi, sé óvenjulegt inngrip í frjáls viðskipti.

Ákvæðið er þess efnis að útgerðarmenn skuli gefa upp lágmarksverð fyrir afla til að auðvelda kaupendum að bjóða í hann.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, telur eðlilegt að þetta ákvæði verði fellt úr frumvarpinu.

„Þetta ákvæði er ekki aðeins óvenjulegt inngrip í frjáls viðskipti á milli aðila heldur getur það beinlínis orðið til þess að viðskipti eigi sér síður stað. Þá er í raun orðin til mótsögn við upphaflegan tilgang frumvarpsins“, sagði Einar Valur í samtali við bb.is í gær.

Sjá nánar á vef Bæjarsins Bestu.