þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kraftur í úthafsveiðinni í júní

17. júlí 2009 kl. 09:03

Mikill kraftur var í makríl- og síldveiðum austur af landinu seinni hlutann í júnímánuði. Alls lönduðu íslensk skip 38.989 tonnum af makríl og 44.228 tonnum af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum. Heildaraflinn úr norsk-íslenska síldarstofninum það sem af er árinu er orðinn 60.185 tonn en á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 34.495 tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Makrílaflinn fékkst að mestu ííslenskri landhelgi eða 35.487 tonn en 3.505 tonn veiddust í færeyskri lögsögu. Sömuleiðis fékkst mest af síld á Íslandsmiðum eða 37.410 tonn en 3.188 tonn í færeyskri lögsögu og 3.630 tonn í lögsögu Jan Mayen.

Úthafskarfaaflinn í júní var 5.755 tonn og það sem af er árinu er úthafskarfaaflinn  orðinn 7.520 tonn. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn hins vegar 6.786 tonn.

Uppfærðar töflur, sem sýna skiptingu afla íslenskra skipa í úthafstegundum eftir veiðisvæðum er hægt að skoða á: www.fiskistofa.is