miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krefja ESB um endurgreiðslu 200 millj. kr. jöfnunargjalds á lax

24. febrúar 2009 kl. 16:23

Þrír útflytjendur laxaafurða í Noregi hafa höfðað mál á hendur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og krefjast þess að þeim verði endurgreiddar sem svarar 200 millj. ísl. króna vegna sérstaks jöfnunargjalds sem þeir þurftu að greiða.

Að sögn Trond Davidsen, markaðsstjóra samtaka framleiðenda sjávarafurða í Noregi, var gjaldið lagt ofan á útflutningsverðmæti afurða fyrirtækjanna þriggja, þar sem markaðsverð fór um tíma niður fyrir skráð lágmarksverð Evrópusambandsins á laxi.

Með málshöfðuninni freista fyrirtækin þrjú þess að fá jöfnunargjaldið endurgreitt um leið og þau vænta þau lögfræðilegs álits á því hvort framkvæmdastórn ESB sé yfirhöfuð stætt á því að leggja umrætt gjald á afurðir þeirra.

IntraFish greinir frá þessu í dag, að því er fram kemur á vef LÍÚ.