sunnudagur, 27. maí 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krefjast milljarðs í tryggingafé

19. maí 2017 kl. 12:08

Rækjutogarinn Remöy.

Rússar neita að sleppa norskum rækjutogara sem tekinn var vegna formgalla á veiðileyfi.

Rússnesk stjórnvöld segjast ekki munu sleppa norska rækjutogaranum Remöy nema útgerðin greiði 90 milljóna NOK í tryggingafé. Það er jafnvirði 1,1 milljarðs íslenskra króna.

Rússar tóku togarann í rússneskri lögsögu fyrir einni viku og færðu til hafnar á þeirri forsendu að veiðileyfi skipsins væri í ólagi. Útgerðin taldi sig vera með öll leyfi í lagi en í ljós kom formgalli við útgáfu leyfisins af hálfu norsku fiskistofunnar. 

Norsk stjórnvöld hafa reynt að leysa málið undanfarna daga en án árangurs og nú er komin fram þessi krafa um tryggingaféð. 

Sautján manna áhöfn er á skipinu, flestir Norðmenn en auk þeirra tveir Færeyingar.