mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvikasilfur mælist í Þingvallaurriða

19. maí 2009 kl. 15:49

Niðurstöður rannsókna sýna að kvikasilfur er mælanlegt í Þingvallaurriða.  Í vissum tilvikum er magn kvikasilfurs í fiskholdinu yfir leyfilegum mörkum Evrópusambandsins fyrir styrk kvikasilfurs í matvælum. 

 Smærri urriðinn er gegnumsneitt undir þeim mörkum en eftir að urriðinn hefur náð ákveðinni stærð eru umtalsverðar líkur á því að hann innihaldi meira kvikasilfur en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir.

Það voru Matís og rannsóknafyrirtækið Laxfiskar sem stóðu að rannsókninni sameiginlega og hafði hún manneldissjónarmið að leiðarljósi.

Haldinn verður fundur til að kynna niðurstöður rannsóknarinnar í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4 í Reykjavík hinn 27. maí næstkomandi og hefst hann klukkan 14.