mánudagur, 25. júní 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lágt verð, góð veiði, erfiðar gæftir

15. maí 2017 kl. 09:16

Smábátar

Verðmæti „skammtsins“ á strandveiðum er nú 144 þúsund krónur, sem er 80 þúsund krónum lægra en fyrir 7 árum

Þegar horft er til baka yfir fyrstu tvær vikur strandveiða er þetta helst. Góð veiði þegar gefur, gæftir erfiðar. T.d. komust nánast engir bátar á sjó fimmtudaginn 11. maí. Fiskverð það lægsta sem strandveiðisjómenn hafa upplifað 186 kr/kg fyrir óslægðan þorsk, sem meðalverð á fiskmörkuðum 2.-12. maí. Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda.

Verðmæti „skammtsins“ er nú 144 þúsund krónur, sem er 80 þúsund krónum lægra en fyrir 7 árum. „Nánast er hægt að fullyrða að sú kjaraskerðing sem nú herjar á smábátaeigendur á sér vart fordæmi. Það er því ekki að furða að kallað sé eftir auknum veiðiheimildum, framlengingu á afslætti á veðigjaldi og gjaldið verði innheimt af hlutdeildarhöfum eins upphaflega var gert,“ segir á vef LS.

Hámarksafli sem koma má með í róðri eru 774 kg af þorski, sem jafngildir 650 þorskígildum.