sunnudagur, 9. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Launþegum fækkar í sjávarútvegi

13. desember 2017 kl. 11:12

Starfsfólk í fiskvinnslu. MYND/HAG

Í sjávarútvegi voru 8.900 launþegar og 481 launagreiðandi í október síðastliðnum, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Launþegum í sjávarútvegi hafði í október fækkað um 200 milli ára samkvæmt tilkynningu frá Hagstofu Íslands um fjölda launþega og launagreiðanda.

Í sjávarútvegi voru launþegar 8.900 og launagreiðendur 481 í október 2017, en í október 2016 voru 9.100 launþegar í sjávarútvegi. 

Á þessu tólf mánaða tímabili, frá október 2016 til október 2017,  voru að jafnaði 17.411 launagreiðendur á Íslandi og hafði þá fjölgað um 642 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 186.900 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.