sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Laxasprengja í Noregi

6. júlí 2009 kl. 15:21

Útflutningur á laxi frá Noregi nam 10,7 milljörðum norskra króna (210 milljarðar íslenskar) á fyrri helmingi ársins og jókst um 2,4 milljarða frá sama tíma í fyrra.

Þetta er í fyrsta sinn sem útflutningsverðmæti lax fer yfir 10 milljarða á hálfu ári, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren. Til samanburðar má geta þess að Íslendingar fluttu út sjávarafurðir fyrir 170 milljarða á síðasta ári. Þessi gríðarlegi vöxtur í útflutningi á laxi sýnir að norskur sjávarútvegur er vel í stakk búinn til að auka markaðshlutdeild sína og fá hæsta verð sem er í boð, en heimsmarkaðurinn með lax einkennist af samdrætti á framboði, er haft eftir talsmanni norska fiskútflutningsráðsins.

Verð fyrir ferskan lax á tímabilinu var um 31,7 krónur norskar á kíló að meðaltali (634 krónur íslenskar) sem er 5,44 krónum hærra verð en fékkst á sama tíma í fyrra. Í júní var meðalverðið 35,24 krónur á kíló. Frakkland og Pólland eru þau lönd sem kaupa mestan ferskan lax af Norðmönnum.

Í heild jókst útflutningur á laxi frá Noregi um 8% í tonnum talið. Aukningin til ESB-landa var 7%. Þá varð nokkur aukning til annarra markaðslanda en útflutningur til Austur-Evrópulanda dróst saman um 6%.

Útflutningur á laxi frá Noregi til Bandaríkjanna sló þó öll met, Kaninn sporðrenndi 16 þúsund tonnum af ferskum laxaflökum frá Noregi fyrstu sex mánuði ársins. Aukning þangað var 277% í verðmætum og 238% í magni.