fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Líka högg fyrir Norðmenn

Guðjón Guðmundsson
8. mars 2019 kl. 16:00

Norskt uppsjávarskip.

Rússar og Norðmenn sammæltust um það haustið 2018 að ekkert yrði veitt úr sameiginlegum loðnustofni þjóðanna í Barentshafi á árinu 2019. Kvótinn fyrir 2018 var 205.000 tonn.

Útgerðin og fiskvinnslan í Noregi verður ekki síður fyrir höggi en íslenskar uppsjávarútgerðir því Norðmenn munu hvorki veiða loðnu á Íslandsmiðum né í Barentshafi á þessu ári.

Rússar og Norðmenn sammæltust um það haustið 2018 að ekkert yrði veitt úr sameiginlegum loðnustofni þjóðanna í Barentshafi á árinu 2019. Kvótinn fyrir 2018 var 205.000 tonn.

Á sama tíma hefur Hafrannsóknastofnun ekki ráðlagt veiðar á loðnu á Íslandsmiðum en samkvæmt Smugusamningunum hefðu Norðmenn átt kost á því að veiða umtalsvert magn þar eftir 22. febrúar.

Á sama tíma í fyrra höfðu norsk skip landað um 74.000 tonnum af loðnu sem veidd var við Ísland og 41.000 tonn úr Barentshafi. Heildarafli þeirra á árinu 2018 í Barentshafi var 127.000 tonn. Aflaverðmæti Norðmanna vegna loðnuveiðanna við Ísland í fyrra nam tæpum 2,7 milljörðum ÍSK og 4,7 milljörðum ÍSK í Barentshafi.