föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

LÍÚ: Bankar og sparisjóðir hafi frumkvæði að lækkun vaxta

20. mars 2009 kl. 15:09

Landssamband íslenskra útvegsmanna skorar á banka og sparisjóði í landinu að taka frumkvæði til bjargar heimilum og atvinnulífi og lækka nú þegar vexti umtalsvert. Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands í gær bendir ekki til þess að peningastefnunefnd, sem sérstaklega var skipuð, sé í nægilegum tengslum við þann raunveruleika sem við þjóðinni blasir, segir í ályktun LÍÚ.