fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loftlagsbreytingin gæti kostað sjávarútveginn þúsund milljarða

31. október 2016 kl. 09:18

Krabbaveiðar við Alaska

Lönd eins og Grænland og Ísland gætu þó aukið tekjur sínar

Hlýnun heimsins og súrnun sjávar hafa nú þegar orsakað umtalsverða hnignun fiskveiða. Fari fram sem horfir eiga þessi fyrirbæri eftir að valda enn meiri skaða á umhverfi sjávar og fiskveiðum í heiminum þegar fram líða stundir.

Fiskveiðar í heiminum gætu orðið af um 9,2 milljarða evra tekjum árið 2050 (rúmlega þúsund milljarðar ISK) ef loftlagsbreytingar halda áfram. Þetta kemur fram í skýrslu frá vísindamönnum við háskólann í Bresku Kolumbíu í Kanada. Hér er um 35% samdrátt í tekjum að ræða.

Loftlagsbreytingin hefur mismunandi áhrif á fiskveiðar einstakra ríkja. Nú þegar hefur fiskveiðum við Norður-Ameríku hnignað. Til dæmis hafa krabbaveiðar við Alaska dregist saman. Vísindamennirnir telja þó að lönd eins og Grænland og Ísland gætu aukið tekjur sínar af fiskveiðum þar sem fiskur færi sig norðar í kaldari sjó.