sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Loftslagsbreytingar: Fiskistofnar leita í átt til pólanna

15. febrúar 2009 kl. 09:17

Þúsundir fisktegunda munu færast nær norðurpólnum annars vegar og suðurpólnum hins vegar á komandi árum vegna breytinga á sjávarhita og straumum af völdum loftslagshlýnunar. Meðal þessara tegunda á norðurhveli jarðar eru þorskur, síld, koli og rækja. Í kringum árið 2050 kann að verða helmingi minna af þorski úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna en nú er, svo dæmi sé tekið.

Þetta kemur fram í skýrslu vísindamanna sem birt er í tímaritinu Fish and Fisheries og lögð var fram á ársfundi vísindasamtakanna AAAS í Chicago.Sjávarlíffræðingar notuðu tölvulíkan til þess að spá fyrir um framtíð 1.066 nytjafisktegunda í öllum heimshöfum.

Talið er að áhrif loftslagsbreytinga á fjölbreytileika lífsins í hafinu verði gríðarmikil. Að meðaltali muni lífverurnar í hafinu færa sig um 40 kílómetra nær pólunum á hverjum áratug. Jafnframt muni nýjar tegundir gera sig heimakomnar í nýju umhverfi sem haft geti alvarlegar afleiðingar fyrir lífríkið.

Bent er á að þessar breytingar geti nýst vel fiskimönnum í löndum t.d. á norðlægari slóðum en að sama skapi minnki afli í námunda við miðbaug heims. Þrjátíu og þrjár þjóðir í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku eru taldar sérstaklega viðkvæmar fyrir loftslagsbreytingunum að þessu leyti og margar þeirra reiði mikið á fisk til viðurværis. Frá þessu er skýrt á fréttavef BBC.