föstudagur, 22. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnu vart undan suðurströndinni

20. febrúar 2009 kl. 12:09

Loðnu hefur orðið vart á tveimur svæðum við loðnumælingar við suðurströndina undanfarið. Hjá Hafrannsóknastofnun er verið að vinna úr gögnum og búist er við niðurstöðu í dag, að því er ríkisútvarpið skýrir frá.

Skipstjóri Glófaxa frá Vestmannaeyjum segist hafa orðið var við loðnuflekk við Dyrhólaey í fyrrakvöld. Lóðningin hafi verið fjörutíu og fimm metra þykk á um þrettán kílómetra kafla. Í framhaldi fór Börkur, skip Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, til mælinga á svæðinu í gær. Gögn frá mælitækjum skipsins hafa verið send um gervihnattanetsamband til Hafrannsóknarstofnunar þar sem þau eru nú til skoðunar.

Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki, segist hafa orðið var við tvær góðar lóðningar. Annars vegar á svæðinu milli Dyrhólaeyjar og Vestmannaeyja. Hins vegar austur af Vík í Mýrdal þar sem meira hafi verið af loðnu en á hinu svæðinu. Nokkur skip eru nú við loðnuveiðar undan Reykjanesi. Þar á meðal Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði. Í morgun var unnið að loðnufrystingu um borð en skipið á eftir um 800 tonn af rannsóknakvótanum.

Ásgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði, segir að sínir menn um borð í Ásgrími Halldórssyni hafi hins vegar ekkert orðið varir við loðnu undanfarið, en þeir hafa leitað frá Hornafirði vestur að Reykjanesi. Nú verði haldið á gulldepluveiðar sem þó hafi minnkað síðustu tíu daga en tilraunaveiðar eru leyfilegar til 1. mars.

Árni Friðriksson, skip Hafrannsóknastofnunar, hefur legið við bryggju í Vestmannaeyjum frá því á þriðjudag.