mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnubrestur: Stærstu félögin yrðu af milljörðum króna

19. febrúar 2009 kl. 10:30

Milljarða króna tekjumissir blasir við stærstu fyrirtækjunum í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski ef ekki verður leyft að veiða meiri loðnu á þessari vertíð. Þótt aflinn á síðustu vertíð hafi verið með allra minnsta móti námu útflutningstekjur loðnuafurða nær 12 milljörðum króna.

Í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag kemur fram að útflutningsverðmæti loðnuafurða á síðustu vertíð nam um 2,3 milljörðum króna hjá Síldarvinnslunni, um 2 milljörðum hjá HB Granda, 1,8 milljörðum hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og 1,4 milljörðum króna hjá Vinnslustöðinni í Eyjum.

Nánar er fjallað um málið í nýjustu Fiskifréttum.