sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnuleitin enn árangurslítil

16. febrúar 2009 kl. 12:24

Enn hefur ekki tekist að finna nægilega mikið af loðnu til að aflaregla Hafrannsóknarstofnunar heimili að gefinn sé út upphafskvóti. Leiðangursstjórinn á Árna Friðrikssyni segir varhugavert að breyta út frá reglunni eins og kallað hefur verið eftir.

Árni Friðriksson er nú við loðnuleit út af Suðurlandi en hún hefur engan árangur borið umfram það sem þegar hafði fundist um síðustu mánaðamót. Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri segir horfurnar þó ekki verri en í fyrra á þessum árstíma, að því er fram kemur á fréttavef RUV.

Þær raddir gerast nú háværar að sem vilja að gefinn verði út upphafskvóti og m.a. hefur bæjarráð Vestmanneyja lagt til að tafarlaust verði heimilað að veiða 30-50.000 tonn sem gæti skapað þjóðarbúinu gjaldeyristekjur upp á 4 til 6 milljarða króna.