miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnuvertíð í Noregi lýkur senn

16. mars 2009 kl. 17:05

Nú er langt gengið á 223.000 tonna loðnukvóta Norðmanna í Barentshafi á þessari vertíð. Þegar síðast fréttist voru 60.000 tonn óveidd en undanfarna daga hefur sólarhringsveiðin verið um 10.000 tonn.

Norska síldarsölusamlagið upplýsir í samtali við Fiskeribladet/Fiskaren að veiðin sé jöfn og góð og fari aðallega fram undan strönd Austur-Finnmerkur, milli Bátsfjarðar og Vardö.