fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

LS fagnar aukningu þorskveiðiheimilda

21. janúar 2009 kl. 10:28

Stjórn Landssambands smábátaeigenda (LS) styður heilshugar þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að auka þorskveiðiheimildir.  Sú ákvörðun var löngu tímabær, segir í ályktun stjórnarinnar.  

,,Á hinn bóginn er miður,” segir stjórn LS, ,,að ekki skuli hafa verið tekin ákvörðun um að auka til muna afla til línu- og handfæraveiða.  Slík útfærsla hefði styrkt ákvörðunina enn frekar, ásamt því að vera í fullkomu samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um „mannaflsfrekar“ aðgerðir.”

Stjórnin ítrekar það sem fram kom í ályktun aðalfundar um þessi mál í október 2008, sjá HÉR