mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

LS mótmælir lögskráningu á smábáta

23. mars 2009 kl. 11:38

Landssamband smábátaeigenda mótmælir ,,tilraun til þess að troða lögskráningu upp á smábátaútgerðina” eins og Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS orðar það í grein í nýjustu Fiskifréttum, en lög þess efnis eru nú til umfjöllunar í samgöngunefnd Alþingis.

,,Lög um lögskráningu eru glöggt dæmi um lög sem gleymst hefur að afnema. Lög um áhafnir skipa, sjómannalög, skráningu skipa, eftirlit með skipum, smíði og búnað skipa, hafa tekið yfir öll þau atriði sem felast lögskráningarlögunum. Lög um lögskráningu fjalla því í raun um ekkert annað en að fara að lögum!” segir Örn Pálsson.

Grein Arnar í heild er að finna á vef LS, HÉR