miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lýsið notað í húðsmyrsl

11. nóvember 2009 kl. 15:39

Markaður með heilsuvörur sem innihalda omega 3 fitusýrur úr fiski hefur vaxið hratt og nú hyggja framleiðendur á nýja landvinninga, að því er fram kemur á IntraFish.

Omega 3 sem unnið er úr lýsi hefur yfirleitt verið selt til inntöku en nú er verið að setja saman “lýsisafurð” sem nota skal útvortis sem rakakrem. Lýsið er unnið í Nýja Sjálandi úr roði búra (orange roughy) en japanska fyrirtækið Nippon Suisan Kaisha framleiðir úr því hráefni fyrir snyrtivörumarkaðinn. Gert er ráð fyrir því að salan nemi þegar á fyrsta ári 3,3 milljónum dollara, eða 400 milljónum íslenskra króna.