föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríllinn skilar sama verðmæti og loðnan

11. september 2008 kl. 13:29

Makrílafli Íslendinga er mun meiri en menn þorðu að vona í upphafi vertíðar. Ljóst er að makríllinn mun vega þungt í útflutningsverðmætum sjávarafurða á árinu og jafnast á við verðmæti loðnuafurða, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.   Makrílafli íslenskra skipa losar nú 110 þúsund tonn.

Tölur um verðmæti makrílafurða liggja að sjálfsögðu ekki fyrir en miðað við þær þumalfingursreglur sem notast er við til að meta útflutningsverðmæti afla upp úr sjó má ætla að bræðsluafurðir makríls geti skilað tæpum 5 milljörðum króna og verðmæti frysts makríls nemi um eða yfir einum milljarði króna.   Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.